top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Óvissuferð

Föstudaginn 16.ágúst ákvað ég að taka fjölskylduna mína aðeins á ferðina næsta sunnudag, þannig föstudagurinn fór í að skipuleggja hvar við myndum eyða deginum. En ég ákvað að fara með þau í strætó, því stelpunum finnst það alveg svakalega gaman (og mér líka reyndar). Við stoppuðum hjá Hörpunni og löbbuðum um í bænum, kíktum á Helgu frænku í Kolaportinu og á menninguna í miðbænum (ég þurfti reyndar að stökkva aðeins inn í Hörpuna svo við kæmumst á leiðarenda).


Næst fór ég með þau niður á bryggjuna hægra megin við Hörpuna (og ennþá vissu þau ekki neitt hvert ferðinni var heitið). Þar kom lítill bátur og sótti okkur, við stoppuðum á einum stað og náðum í fleira fólk (fólk sem við þekktum reyndar ekki) og komumst svo loks á leiðarenda. Stelpurnar voru yfir sig hrifnar af bátsferðinni og skemmtu sér konunglega í öldunum.


Við vorum komin út í Viðey.

Við skoðuðum allt sem hægt var að skoða, fórum í fjöruna, á rólóvöllinn, í sandkassann og enduðum svo á að borða á veitingastaðnum.

Stelpurnar kynntust litlum strák og léku við hann í svolitla stund en kvöddu hann svo þegar við vorum að fara í bátinn aftur til baka.


Eftir að við komum til baka hjá Hörpunni ákváðum við að taka strætó aftur til baka og kíkja heim í kósý, enda allir dauðþreyttir eftir langan en góðan og skemmtilegan dag.


Ég mæli með að fara í svona óvissuferðir með börnin og brjóta upp helgina/vikuna með svona ferðum. Þessi ferð kostaði okkur: 1.600.- x2 (á mann fyrir fullorðinn í bátinn)

470.- x2 (á mann fyrir fullorðinn í stætó aðra leið)

470.- x2 (á mann aftur heim)

Allur dagurinn var "frír" fyrir stelpurnar

Við tókum með okkur nesti, kex, vatn og djús.

Við fengum okkur svo franskar á veitingastaðnum í Viðey

Ferðin kostaði samtals = 6.500.- fyrir okkur 4 saman heilan dag.



En eins og sjá má á myndum, þá fengum við mjög fínt veður












Ég vona að þið verðið nú öll tryllt í óvissuferðir!

Ykkar,






0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page