top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Samviskubit

Samviskubit er eitthvað sem allir þekkja af einhverju tagi. Að vera með samviskubit er frekar óþæginlegt og manni líður ekkert sérstaklega vel á meðan því stendur. En skilgreiningin á samviskubiti er: "að vera viss um að hafa gert eitthvað rangt"..


Ég skil ekki alveg skilgreininguna vegna þess að ég er stöðugt með samviskubit og oft er það ekki vegna þess að ég sé að gera eitthvað rangt.


Ég er með samviskubit ef ég er veik heima og missi úr vinnu...

Ég er með samviskubit ef ég er með veikt barn heima og missi úr vinni...

Ég er með samviskubit yfir því að senda börnin mín í pössun...

Ég er með samviskubit ef ég kemst ekki að hitta vinkonur...

Ég er með samviskubit yfir því að vaka of lengi...

Ég er með samviskubit yfir því að fara snemma að sofa...


Ég er endalaust með samviskubit yfir einhverju og kannski einhverju sem skiptir endalega ekki máli eins og t.d. af hverju er ég að segja nei við börnin mín?

Af hverju sagði ég nei við kexi fyrir kvöldmat? Ég hefði átt að segja já, en ef ég hefði sagt já þá hefði ég fengið samviskubit....


Ég sýni það alls ekki út á við en innst inni er ég að berjast við samviskubitið, en það er aldrei þannig að ég fari að væla eða berja mig niður fyrir það, en þetta er samt sjúklega pirrandi!


Mér finnst ég líka alltaf vera að gera eitthvað rangt, eða það sem ég geri er ekki nógu vel gert og er með samviskubit yfir því. Ég reyni að berjast við þetta inn í mér en stundum þá vinnur samviskubitið.


Ég er ekki nógu góð mamma, ég er ekki nógu góður maki, ég er ekki nógu góður starfsmaður, ég er ekki nógu góður kennari, hvað þá dóttir eða barnabarn?

Af hverju heyri ég ekki meira í foreldrum mínum?

Af hverju heyri ég ekki meira í ömmum mínum og öfum?



Ég veit ekki hvort þetta sé svo langt frá því að vera "heilbrigt" eða nálægt "heilbrigði" eða hvað.

Ég veit um fullt af fólki en þá aðallega konum og þá mömmum sem eru alltaf með stanslaust samviskubit. Hvernig má það vera að maður sé með samviskubit yfir engu???


Kannski er maður að hugsa þetta of mikið, hvað ef, afhverju, hvað svo, afhverju ekki....

Hvað finnst þér?

Ert þú oft með samviskubit?





Ykkar,



0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page