top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Reykjavík Makeup School

Það hefur, að ég held, ekki farið framhjá neinum sem þekkja mig að ég fór í förðunarfræði fyrr á þessu ári. Ég ákvað að skrá mig í Reykjavík Makeup School þar sem ég hafði heyrt mjög góða hluti af náminu & kennslunni.


KITTIÐ

Kittið sem fylgdi náminu var ótrúlega veglegt & ótrúlega flott fyrir byrjendur. En ég fylgist með þeim á öllum miðlum & sé að þær Ingunn & Heiður toppa sig alltaf með hvert námskeið sem þær halda.



TASKAN

Taskan er svo gordjöss & ég nota hana alltaf!



Hversu falleg taska?

Þú getur keypt töskuna á heimasíðunni hjá Reykjavík Makeup School


Það fylgdi heill hellingur með!




SÝNIKENNSLURNAR

Sýnikennslurnar voru ótrúlega faglegar, mikið af fjölbreyttum kennurum sem sáu til þess að við sem nemendur fengjum bestu kennsluna fyrir hverja förðunaraðferð


Ótrúlega gaman að kynnast öllum þessum hæfileikaríku förðunarfræðingum!

Metnaðarfullt teymi sem starfar með Reykjavík Makeup School



Eigendur skólans, Ingunn & Heiður ásamt DIVUNNI Rakel Maríu sem er í miðjunni





SAMSTÖRF

Í skólanum heillaðist ég helst af þremur förðunar- & húðvörumerkjum & elska ennþá daginn í dag - vörur sem eru í minni daglegu rútínu


En ég ELSKA Lancome vörurnar & nota þær daglega

Ég fékk þann heiður að fá samstarf með Terma ehf sem er umboðsaðili Lancome (& fleiri lúxus merkja) á Íslandi - þær eru m.a með Biotherm, IT Cosmetics, Kiehl's, YSL, Urban Decay, Valentino ilmina & svo lengi mætti telja

Urban Decay setting spreyin eru guðdómleg & algjörlega must have fyrir alla sem eiga snyrtivörur!


Ég kynntist Erborian vörumerkinu í skólanum & féll strax fyrir CC red kreminu þeirra sem er svo sannarlega töfrakrem fyrir t.d. rósroða, acne/bólur, háræðaslit & fleiri kvillum í húðinni.

Erborian Glow kremið þeirra er dásemdin ein & ég nota það mjög mikið þegar ég er að farða



AUKA NÁMSKEIÐ

Ég fór á 3 auka/framhaldsnámskeið í förðun - fyrsta námskeiðið fór ég á ÁÐUR en ég byrjaði í skólanum, því jú ykkar kona var heldur betur spennt að læra


Ég fór á:

LANCOME masterclass hjá Heiði 4.nóvember 2022

DIVA masterclass hjá Rakel Maríu 8.mars 2023

GLAM KVÖLD hjá Ale Sif 17.maí 2023




Ótrúlega gaman að fara á námskeið hjá þessum snillingum & ég mæli með að fara á öll námskeið sem þú getur farið á því það er alltaf hægt að læra eitthvað nýtt



VINKONUR

Ég eignaðist margar yndislegar vinkonur í náminu & í gegnum námið - ég er ótrúlega þakklát fyrir það!

Öll módelin mín, bæði í tímum & svo í lokaverkefninu, vá takk fyrir traustið <3

Bekkjasystur mínar, kennararnir & allir sem við komu þessari lífsreynslu minni - þið eruð best!




LOKAVERKEFNIN

Númer eitt, tvö & þrjú er að NJÓTA & HAFA GAMAN!

Mundu að borða vel fyrir daginn, því þetta geta verið langir dagar & taktu með þér eitthvað gott nesti - drekktu vel af vatni & ekki láta stressið "fokka þér upp".


Skemmtilegustu dagarnir voru lokaprófin - svo mikið um að vera & kennir manni hvernig á að "haga" sér á setti & í verkefnum.


Ótrúleg lífsreynsla & vá hvað Elísabet Blöndal ljósmyndari skólans er mikill fagmaður!




MÆLI MEÐ

Ef þú ert búin/nn að hugsa að skella þér í förðunarnám - mæli ég eindregið með að þú gerir það!


Langar síðan að gera annað blogg þar sem ég sýni & segi frá verkefnum mínum <3

Vil ekki hafa þetta lengra í bili,

Knús


0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page