-* Ég vil vara við þessari færslu - EKKI fyrir viðkvæma *-
Nú hef ég verið í naglabransanum í nokkur ár og hef kynnt mér naglasjúkdóma mjög ýtarlega (sem hér í þessari færslu ætla ég að kalla "kvilla"). Við hjá Magnetic förum mjög ýtarlega yfir naglakvilla í skólanum hjá okkur og einnig þurfum við sem kennarar hjá Magnetic að kunna alla naglakvilla upp á hár.
Ég hef oft séð að fólk er að rugla saman kvillum og "greina" viðskiptavini (og þá oftar en ekki ranglega). Við sem naglafræðingar megum alls ekki greina annað fólk vegna þess að við erum ekki læknar, þess vegna þarf að fara mjög varlega í þetta mál.
Ég vil taka það fram áður en ég byrja að ég er ekki læknir, þetta eru heimildir sem ég hef bæði kynnt mér á netinu í gegnum árin og lærði sem naglafræðingur sem og naglakennari.
Mig langar að byrja á Pseudomonas bakteríunni, því hún er algengust
Hér fyrir ofan er mynd af Pseudomonas bakteríunni, þið kannski hugsið: "Hmm, þetta er bara sæt baktería". En afleiðingar hennar lofa ég ykkur, er ekki eins falleg og hún sjálf.
Mér finnst mjög algengt að fólk rugli saman þessari bakteríu og sveppasýkingu (Fungal infection) en það er mjög mikill munur á þessum tveim naglakvillum, bæði bakterían sjálf og afleiðingarnar og svo meðferðin á þessum kvillum.
Pseudomonas er alls ekki hættuleg en hún er mjög ógeðfelld.
ORSÖK: Orsök hennar eru meðal annars:
Loft í límingu (á toppum) og loftið skilið eftir á nöglinni
Óhrein áhöld, þ.e.a.s. þjalir, stáláhöld/bitar í naglaslípivél/naglabandajárn/naglabandaklippur
Efni í naglaböndin, en þá kemur loft (og auðvitað getur valdið sýkingu og ofnæmi)
Ef ryk/kusk fer undir efnin (en þá kemur loft og bakteríunni líður vel)
ÚTLIT:
Útlit naglarinnar verður meðal annars:
Græn/Gul/Svört/Brún
Nöglin verður lin
Yfirleytt ekki mikil lykt af bakteríunni
Engin óþægindi - enginn verkur
Þessi litur sem kemur í nöglina er "kúkurinn" (afurðurinn) eftir bakteríuna
MEÐFERÐ/MEÐHÖNDLUN:
Meðferð naglarinnar er meðal annars:
Taktu bómullarpinna og Edik, berðu á nöglina og leyfðu því að þorna Sótthreinsa svo vel með Prep & Wipe
Nota einnota þjalir og henda strax eftir snertingu á bakteríunni
Buffera yfir sýkta svæðið
Nota gamlan (en hreinan) stálpinna/trépinna sem þú getur hent eða sett beinustu leið í sótthreinsun til þess að setja base umferðina með geli, því þá ert þú búin að loka á bakteríuna
Notaðu gamlan (en hreinan) pensil til þess að setja acryl á en alls ekki dýfa honum aftur ofan í vökvan né púðrið - og settu hann svo beint í sótthreinsun eða hentu honum ef þú átt kost á því
- Nú er búið að loka á bakteríuna og þú getur haldið áfram ásetningunni/lagfæringunni
Sumir hugsa hvort það sé ekki hættulegt að buffa yfir og loka hana inn með efnum en svarið er einfaldlega nei - þú mátt gera það svo lengi sem þú smitar bakteríunni ekki í efnin þín og áhöld.
En þegar búið er að setja efni yfir vex bakterían fram, það þarf engin lyf við þessari bakteríu.
Sveppasýking:
Næst ætla ég að tala um Sveppasýkingu (Fungal infection, onychomycosis (sagt: on-ih-koh-my-KOH-sis) og Tiena Unguis)
Já, það er hægt að fá Sveppasýkingu allsstaðar - líka í neglurnar en það er algengara að fá sveppasýkingu í tær. Sveppasýking er aðeins meira mál en Pseudomonas bakterían. Það er algengara að eldra fólk fái sveppasýkingu en annars geta allir fengið hana en það er frekar óalgengt að ungt fólk fái sveppasýkingu í fingurneglurnar.
ORSÖK:
Orsökin eru meðal annars þessi:
Gamlir skór (tær)
Sofið í sokkum/sokkabuxum (tær)
Labbað á tám í ræktinni/sundi/almennings sturtuklefa (tær)
Sprungurnar (molnunin) sem myndast í nöglinni, hleypa sveppnum inn í naglbeðið
ÚTLIT:
Útlit naglarinnar er/verður meðal annars:
Sveppasýkingin er í raun undir naglplötunni (ofan í naglbeðinu)
Það er mjög vond lykt - eins og rotnandi lík (ég veit reyndar ekki hvernig lyktin er af rotnandi líki en lyktinni er samt sem áður líkt við það)
Nöglin verður gul/hvít að lit
Nöglin getur þykknað og molnað að framan v/lausu rönd
Ef ekkert er gert, étur sýkingin naglplötuna
Engin óþægindi né verkur
MEÐFERÐ/MEÐHÖNDLUN:
Meðferð naglarinnar er meðal annars:
VIÐ MEÐHÖNDLUM ALDREI SVEPPASÝKTAR NEGLUR OG BENDUM VIÐSKIPTAVININUM Á AÐ FARA BEINT TIL LÆKNIS.
Þessi kvilli meðhöndlar aðeins faglærður læknir með sýklalyfjum.
Sveppasýkingin er bráðsmitandi
Áður en sveppalyfjameðferð hefst til inntöku skal heilbrigðisþjónustan staðfesta sveppasýkingu. Meðferð eða lyfjagjöf til einstaklinga án sýkingar er óþörf og veldur óþarfa útsetningu fyrir aukaverkunum.
Ef þú ert ekki viss um hvaða sýking þetta sé, skalt þú lykta af fingrinum (spurðu fyrst viðkomandi hvort það sé í lagi) - til þess að fullvissa þig um, að um svepp sé að ræða.
Onychia:
Næsti kvillir sem ég ætla að fara yfir er Onychia:
Þessi sýking kemur í naglmótinu/rótinni og lýsir sér þannig að það eru bólgur og þroti í vefjum.
Þessari sýkingu er oft ruglað saman við Sveppasýkingu enda mjög líkar í útliti.
ORSÖK:
Orsökin eru meðal annars:
Ef þú ert með lítil sár getur sýkingin farið í sárið og þaðan í nöglina
Óhrein áhöld hjá fagaðila
ÚTLIT:
Gul/hvít nögl að lit
Nöglin getur dottið af í slæmu tilviki
Gröftur myndast við naglmót/rót og í grópinni
Ef ekkert er gert fer sýkingin undir naglplötuna
MEÐFERÐ/MEÐHÖNDLUN:
Meðferð naglarinna er meðal annars:
Beint til læknis og biðja fagfólk um að greina sýkinguna og fá meðhöndlun hjá þeim.
Paronychia:
Næsta sem ég ætla að tala um er mjög algengur naglakvillir hjá nagnöglum, sem sagt hjá fólki sem nagar neglur en þessi kvillir heitir Paronychia. ATH - ALLIR sem naga neglurnar geta fengið Paronychia, líka börn.
ORSÖK:
Númer eitt, tvö og þrjú - algengasta orsökin er fólk sem nagar neglurnar
Þú hugsar örugglega - hvernig þá?
Þegar þú ert að naga þá koma gjarnan sár í húðina og jú það eru nú sýklar í munninum.
Þannig þegar/ef það kemur sár t.d í naglaböndin að þá er mikil sýkingarhætta (s.s opið sár).
Einnig ef annögl (sjá neðar) er rifin upp eða slitin - algengasta orsökin og margir kannski kannast við
ÚTLIT:
Útlit naglarinnar er meðal annars:
Mikil bólga og mikill roði í kring um naglabönd
Roði og bolga gætu náð upp á fingur og í átt að hjarta
Gröftur gæti komið úr bólgum
MEÐFERÐ/MEÐHÖNDLUN:
Meðferð naglarinnar er meðal annars:
Beint til læknis við verstu tilfelli og fá sýklalyf
Ef þú hefur ekki tök á að fara til læknis getur þú farið út í apótek og keypt einnota litla nál, stungið á bólguna til þess að losa þig við þrýsting, sett svo sótthreinsandi (Sárakremið frá Gamla Apótekinu til dæmis) og settu svo plástur svo þetta fái að vera í friði.
Annögl:
Annögl er nokkuð algengt en það er næsti naglakvillir sem ég ætla að segja ykkur frá. Flestir hafa fengið annögl, en það er ótrúlega vont að rífa/slíta hana upp.
Ef þið fáið annögl er besta meðhöndlunin að biðja fagaðila um að fjarlægja hana.
ORSÖK:
Orsökin eru meðal annars:
Mjög algengt hjá einstaklingum sem naga neglurnar
En algengasta orsökin er ef naglaböndin eru mjög þurr
Ef naglaböndin hafa verið klippt of nálægt nöglinni
ÚTLIT:
Útlit naglarinnar eru meðal annars:
Lítill flipi sem vex meðfram nöglinni (í grópinni, sjá mynd)
MEÐFERÐ/MEÐHÖNDLUN:
Meðferð naglarinnar er meðal annars:
Biðja fagaðila um að fjarlægja annöglina
Sótthreinsa vel
Nota góða naglabandaolíu nudda, nudda, nudda og næra
Þetta eru helstu nagla"sjúkódmarnir" sem mig langaði að helst að vekja athygli á. Það er svo ótrulega oft þar sem bæði fagaðilar og ekki rugli saman sýkingum/kvillum. En ástæðan fyrir því af hverju ég set gæsalappir("") utan um orðið "sjúkdómar" er sú að mér finnst þetta ekki alveg rétta orðið til þess að nota. En það eru til naglaSJÚKDÓMAR sem ég tel sjúkdóma en það sem ég er að telja upp og segja frá hér að ofan eru meira naglasýkingar og kvillar.
Ég vona að þetta hafi frætt ykkur eitthvað af einhverju leiti
En ég ætla ekki að hafa þetta lengur að sinni
Ykkar,
Comments