top of page
Writer's pictureAníta Arndal

NOTALEGT HEIMILI

Mér finnst mjög mikilvægt að hafa notalegt heima hjá mér en það sem mér finnst gera heimilin notaleg eru kerti og púðar svo auðvitað allt hitt.



Ég fann mér til dæmis mjög falleg púðaver um daginn í H&M HOME á útsölu sem ég nýtti mér.

Og þurfti auðvitað þá að kíkja í IKEA og finna mér púða í nyju púðaverin mín. Haldiði að ég hafi farið út úr IKEA einungis með púða? Nei.. Auðvitað ekki! Ég fann mér auðvitað eitthvað fleira til þess að kaupa, eins og til dæmis kerti.



Mér líkar best við sprittkertin í IKEA, kannski er það bara í huganum vegna þess að mér finnst svo gaman að fara þangað...

Ilmkertin eru svo annað mál, ég veit ekki með ykkur en ég dýrka dýrka dýrka Bath&Bodyworks ilmkertin & auðvitað sápurnar líka. Ég á alltaf smá lager af B&BW kertum og sápum en svo þegar Covid fór af stað þá kláraðist allt sem ég átti vegna skorts af útlandaferðum. En ég var svo heppin að fá afmælisgjöf frá bestu vinkonu minni sem var í heimsókn hjá fjölskyldunni sinni erlendis og auðvitað fékk ég kerti og sápu frá mínu uppáhalds merki.



Sápurnar frá B&BW eru ekki bara með góðri lykt heldur líka svo fallegar og ekki er það leiðilegt.



Blóm eru líka í smá (miklu) uppáhaldi hjá mér - og þá auðvitað gerviblóm. Ég kann ekki að eiga ekta blóm í meira en sólarhring, því miður! Ég hef keypt öll mín blóm í IKEA og svo keypti ég um daginn 2 sæt í Rúmfatalagernum.


Ég fæ stundum leið á blómunum en þá er ég búin að mastera hugsunina um að ég þurfi að kaupa ný.. Ég set þau bara í aðra blómapotta, ég á nefnilega mörg mismunandi blóm og eins mismunandi potta - svo ég er mjög dugleg að skipta um.



Mér finnst mjög notalegt að vera mottur á heimilinu en við ákváðum að fá okkur hvolp í Covid ruglinu og mottur og hvolpar fara oft ekkert vel saman.. Svo við ákváðum að taka þær frá á meðan við værum að ala Ronju upp. Mér finnst mjög kósý að vera með mottur (mjög mjúkar) inn í öllum rýmum, það er svo hlýlegt og sérstaklega á haustin og veturna


Ég ætla ekki að hafa þetta neitt lengra að sinni, en þakka ykkur fyrir innlitið! Ykkar,



0 comments

Comentários


bottom of page