Haustið er uppáhalds árstíðin mín!
Ástæðurnar eru nokkrar m.a.:
Myrkrið Kertaljós
Mjúk teppi Fallegir litir
Kósý fatnaður
Mig langaði að gera færslu um Inspo haustfatnað.
J A K K A R Mér finnst stórir "over-sized" kósý jakkar mjög heillandi.
K Á P U R Síðar kápur eru geggjaðar, enda mikil kápukona!
P E Y S U R Djúsí kósý peysur er klárlega punkturinn yfir I-ið! Stórar og þægilegar (og auðvitað hlýjar) peysur er málið.
B U X U R , P I L S E Ð A A N N A Ð? (að neðan) Mér persónulega finnst allt mega flott og haustlegt s.s bæði buxur og pils (kannski smá kalt á Íslandi að vera í pilsi eða engu á þessum árstíma) Berleggja, gallabuxur, leðurbuxur, pils eða hvað sem er....
T R E N D Y & C O O L Þekktar og flottar merkjavörur eru alltaf sexý
T R E F L A R Persónulega ELSKA ég stóra og mikla kósý trefla en það er eitthvað við það að vera með trefil!
H Ö F U Ð F A T Húfur, hattar, derhúfur eða hvað sem er...
S K Ó R Það skiptir ekki í hverju þú ert, þú getur alltaf verið í stigaskóm! Þægindin eru klárlega í tísku, sem er geggjað. Vans, Nike, Adidas, Coverse, Dr.Martens og fleiri frægar merkjavörur sem "sérhæfa" sig í skóm eru vinsælar og frægar í dag! Svo er mjög vinsælt að vera flottum "boots" bæði með og án hæls (?) og bæði há og lág.
Brúnir, svartir, hvítir og í öllum hinum litunum.
L I T I R Vinsælir litir, haust 2020! Mér finnst vera svona brúnt, hvítt, svart, grátt, bleikt(pastel) og svo svona jarðlitir mjög vinsælir.
Skemmtilegt inn í haustið!
Ykkar,
コメント