top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Foreldrafrí á Selfossi


**FORELDRAFRÍ HELGINA 30.ÁGÚST - 01.SEPTEMBER**


Það er svo mikilvægt að rækta og betrumbæta sambandið/hjónabandið. Það er algjör vinna að vera með heimili, í fullri vinnu, með börn og/eða gæludýr og stundum gleymir maður að einbeita sér að ástinni, sérstaklega það það er mikið álag.



Eftir að við urðum foreldrar (fyrir 5 heilum árum siðan) höfum við einhvern veginn alveg gleymt að hugsa um okkur sem par. Þegar við höfum fengið pössun fyrir stelpurnar erum við alltaf með öðru fólki, vinum eða fjölskyldu. En núna ákváðum við að fara tvö saman í smá frí og hlaða batteríin.


Við fórum ekki langt - en við fundum mjög kósý hótel á Selfossi sem við ákváðum að bóka. Hótelið er glænýtt og í göngufæri við ísbúðina Huppu, Dominos og veitingastaðinn Krisp.

En við fengum æðislega þjónustu á hótelinu og þar sem allir töluðu ensku þá var smá útlandastemning hjá okkur.


Við náðum að fara í göngutúr, ræða kosti og galla í sambandinu - hvað má bæta og hvað er gott.

Við fórum í “roadtrip” og kíktum út að borða.

En við fórum á æðislegan veitingastað sem var í göngufæri við hótelið, þar fengum við mjög góða þjónustu og geggjaðan mat (ég er ennþá að hugsa um forréttinn).


Okkur fannst þetta rosalega gott fyrir sambandið okkar og fá að kynnast betur, því það er alltaf hægt að kynnast aðeins betur. Þótt við séum búin að vera saman í 6 ár tæplega þá er samt alltaf eitthvað sem við vitum ekki um hvort annað - við getum ekki vitað allt.

En þessa helgi gátum við rætt svo mikið og um allt án þess að vera með lítil eyru hangandi yfir okkur.


Við fengum yndislegt verður á föstudeginum - það var kalt en samt sól og það minnti okkur á haustið en við hittumst fyrst um hausið fyrir 6 árum. En svo kom smá rigning á laugardeginum og það var blautt en samt smá sól þegar við keyrðum heim á sunnudeginum.






Hér fyrir ofan eru nokkrar myndir af hótel herberginu sem við vorum á - allt glænýtt og fallegt.




Hér er matsalurinn - en við fengum innifalið morgunverð sem var mjög góður


Ef ykkur langar að kíkja á þetta hótel eru smá upplýsingar hér fyrir neðan: En HÉR getur þú bókað herbergi

Og HÉR getur þú séð hvað er nálægt, ef þig langar að fara og skoða í kring

Svo getur þú séð staðsetningu og nánari upplýsingar HÉR


Endilega kíkið á þetta hótel og farið saman tvö/tveir/tvær og njótið helgarinnar bara ein!


Ykkar,




0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page