top of page
Writer's pictureAníta Arndal

FIBER COAT - NÝTT

NÝTT NÝTT NÝTT! Magnetic Nail Design er þekkt merki út um allan heim og helst þekkt fyrir að vera endalaust að koma með nyjar vörur, viðhalda þróununni, ekki bara liti heldur allt annað líka. Ég er svo ótrúlega heppin að vera að vinna hjá svona merki sem alltaf með það heitasta og nýjasta í naglaheiminum. Nýjar aðferðir, ný tækni og auðvitað nýjar vörur.


FIBER COAT er nýtt efni hjá okkur. Þetta efni er byggingargel í glasi - rétt eins og Building Base sem þó nokkrir kannast við. En Building Base er þynnra og einungis til í tveim litum (glært og glærbleikt). Eins og nafnið gefur til kynna að þá er þetta Fiber gel í glasi. Við erum ótrúlega ánægðar með þetta gel og vinnum mikið með það. Við vorum að fá 3 nýja liti í þessu geli og samtals eigum við 5 liti.


Helsti munurinn á Fiber Coat og Building Base er að Fiber Coat er:

Sterkara

Þykkara

Stingur ekki


Helstu kostir Fiber Coat: Stingur ekki

Rennur ekki til

Til í 5 litum

Mjög góð viðloðun

Ef rétt magn er notað, rennur hægt það á sinn stað

Gott að vinna það

Stífleikinn mjög góður

Sterkt efni og því hægt að gera þynnri neglur




Þessir tveir litir Fiber Coat Pink og Fiber Coat White komu fyrst. Þeir eru sjúklega fallegir en Pink er eiginlega bara glær.



Fiber Coat Pink - glærbleikt og mjög gott að vinna með það


Aðal kosturinn við þessi gel er að það er eiginlega ENGINN stingur þegar nöglin fer inn í UV ljósið sem margir eru hræddir við og mörgum finnast mjög óþæginlegt. Þetta gel er sérstaklega hannað fyrir viðkvæmar neglur en hentar fyrir alla. Það sem er svo þæginlegt við þetta gel er að það er í glasi og tilbúinn pensill ofan í og það er mjög þægilegt að bera það á - það tekur styttri tíma. Það er aðeins þykkara svo það er auðveldara að ráða við það og þú getur verið aðeins lengur að byggja með því úaf gelið er ekki að renna til strax.




Fiber Coat White - Náttúrulegur hvítur litur sem er mjög fallegur í Babyboomer til dæmis


NÝIR LITIR!!!



Fiber Coat EXTREME WHITE - Mjög hvítur litur og fallegur í skarpari babyboomer t.d.



Fiber Coat FROSTED PINK - fallega mjólkurhvítsbleikur litur og hann er ÆÐISLEGUR í babyboomer



Fiber Pink COOL COVER - Cover litur sem sérst ekki í gegn um, þetta er uppáhaldið okkar allra hér á stofunni



Það tekur tíma að venjast nýjungum og því sem maður er ekki vanur að nota, eitthvað sem er öðruvísi. Ef ég ætti að gefa ykkur trix að þá væri það EKKI GEFAST UPP STRAX!! Mér finnst alltof margir hætta strax án þess að gefa hinu og þessu sem nýtt er, séns. Það er öðruvísi að vinna með þetta gel en ég sver, þetta er eitthvað annað þæginlegt þegar þú kemst upp á lagið með þetta.



Hér fyrir neðan er myndband sem sýnir hvernig við notum Fiber Coat:





Svo eru hér tvö myndbönd sem ég bjó til í dag þar sem ég nota Fiber Coat:









Þið sem hafið ekki prufað þau og þið sem hafið prufað þau og gefist upp...

Þið VERÐIÐ að prufa (aftur) áður en þið gefist upp eða hættið við. Þið eigið eftir að ELSKA þetta gel.




Ykkar,



0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page