top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Brúðkaupspælingar

Það er svo ótrúlega margt sem þarf að skipuleggja sem ég hafði ekki einu sinni hugsað útí! En sem betur fer finnst mér þetta skemmtilegt.


Ég er búin að gera lista yfir flest sem ég þarf að græja og gera, en ég bara get einfaldlega ekki ákveðið mig vegna þess að það er svo margt í boði og mikið úr að velja - t.d. litaþema... O M G það finnst mér erfitt, ég er alltaf að breyta!

Hárgreiðslan...Vöndurinn... Veislustjóri.....og svo margt margt fleira sem ég bara

GET EKKI ÁKVEÐIÐ!


En mig langði að gera smá blogg um brúðkaupspælingar sem ég er búin að hafa í huga og skoða bæði á netinu og í blöðum.


Ég hélt að ég væri sjúklega skipulögð en er það svo ekki neitt haha!

Pinterest er minn besti vinur þegar kemur að því að skipuleggja og fá hugmyndir.


En brúðkaupið okkar verður upp í sveit og bæði athöfn og veisla verður í fjárhúsi sem er tengd við hlöðu, svo það er svolítið sveitaþema.



En það er eitt og ég er búin að ákveða - eins og tildæmis stólarnir:


Þetta finnst mér ótrúlega fallegt bæði sveitó og fancy

En það sem verður að vera í lagi, það eru þægindin - þannig, leitin er hafin!


Næsta sem er ákveðið er myndaveggurinn:



En hann verður í þessum stíl




Næst er það kakan - það er ekki ákveðið hvernig bragð verður af henni en útlitið skiptir líka máli, svo það er búið að ákveða það nokkurnveginn:



En þessar finnst mér sjúklega fallegar




Svo velti ég fyrir mér litaþemanu - en ég skal sýna ykkur hvaða liti ég er með í huga:



Eins og þið sjáið þá eru þetta mjóg ólikir litir en svo fallegir og því mjög erfitt að velja!



Hár... úfff! Ég er með miklar pælingar gagnvart hárinu mínu - en ég treysti Möggu minni, snillingurinn sem á M hárstofu, það er allt fallegt sem hún gerir! En mínar pælingar eru þessar:


Þetta finnst mér fallegt!



En svo af því ég er ekki búin að ákveða litaþema, þá get ég ekki byrjað að undirbúa eins og t.d. skraut, vöndinn, hárskrautið og fleira sem er nátturulega mjög mikilvægt. Mig langar að hafa borðskort, sætaskipan, "taktu daginn frá" og allt annað alveg eins og með sama "logo-i" ef það má kalla það, það - þannig ég get ekki byrjað á neinum boðskortum heldur fyrr en ég er búin að ákveða mig.



En þá fer ég að pæla í kjólum á stelpurnar - þær þurfa líka að glansa og vera í prinsessudressi eins og mamma, annað er náttúrulega ósanngjarnt.

Þannig, það þarf að pæla í öllu hjá þeim líka, hári, kjóll, skór og skart.

Þær verða 4 ára og að verða 6 ára á brúðardaginn svo þær verða ennþá börn og því mega þær ekki verða eins og dúkkur!


Ég er auðvitað með nokkrar hugmyndir en ekkert ákveðið:



En þetta er sirka hugmyndin...



Svo er nátutrulega ALLT HITT!


En þetta er allt að smella svo ég er alveg róleg eins og er, en stressið kemur ábyggilega þegar nær dregur. Ég er orðin mjög spennt og hlakka alveg ofboðslega mikið til að giftast ástinni í lífi mínu.


Við ætlum að vera með áfengi í boði í veislunni, hvítt, rautt, bjór og svo 3 valda kokteila svo við erum búin að vera mjög dugleg að safna víni fyrir stóra daginn. Við ætlum einnig að vera með "nammibar" og ætlum að kaupa nammið í Iceland á 50% afsl úr nammibarnum þar.


Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með bæði hér á blogginu og á instagraminu mínu: @anitaarndal

Það styttist og styttist!!! Ykkar,


0 comments

Recent Posts

See All

Commentaires


bottom of page