top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Að hefja naglanám

Updated: Sep 6, 2023

Ég veit að það eru margir sem eru að hugleiða naglanám stressaðir með hvað þarf að vita og gera og græja fyrir námið. Það þarf að skoða margt þegar maður er að hefja naglanámið sitt, þ.e.a.s þegar þú hefur staðfest skólann og námið er að hefjast.


Það sem þarf að hafa í huga þegar námið er að byrja er margt og mig langar svolítið að taka um það í þessari færslu.



Hvað þarf ég að vita áður en ég sæki um og staðfesti plássið mitt?

- Þú þarft að vita og hafa í huga að þetta er mikil vinna og kannski meiri vinna en þú gerir þér grein fyrir, því er gott að vita að naglafræði krefst mikillar þjálfunar, æfingar og einbeitingu. Naglanám hjá Magnetic er krefjandi en ótrúlega skemmtilegt og þess vegna þarf að hafa tíma til þess að mæta í alla tíma skólans og einnig hafa tíma utan skólans fyrir heimavinnuna.

- Það er gott að vita að ef þú ert í stéttafélagi þá getur þú fengið greiðslukvittun frá skólanum fyrir stéttafélagið þitt. Flest stéttafélög greiða niður námskeið/menntun.


Hvað þarf ég að vita áður en ég byrja í skólanum? - Það er ekkert sem þú þarft að vita um námið beint þegar þú byrjar í naglanámi, þú þarf engann grunn í naglafræði vegna þess að þetta er grunnnám. Því minna sem þú veist því betra, vegna þess að það er svolítið erfitt að kenna þegar viðkomandi er búinn að prufa sig áfram - þá á nemandinn erfiðara með að gera hlutna eins og við kennum. Þú ert að koma í nám til þess að læra og það er nákvæmlega það sem þetta snýst um.


Hvað fæ ég þegar ég útskrifast?

- Magnetic Naglaskólinn er með viðurkenningarskjöl við útskrift þ.e.a.s þú færð viðurkenningarskjal þegar þú hefur lokið námi hjá skólanum. Viðurkenningarskjalið gildir út um allan heim í naglaheildverslunum.


Hvað gerist ef ég næ ekki prófinu? - Það pæla mjög margir nemendur í þessu og jafnvel í fyrsta tímanum er spurt um prófið. Það eru tvennskonar "próf" hjá skólanum, annarsvegar bóklegt og hinsvegar verklegt. Við köllum bóklega"prófið" VERKEFNI - því þetta er í raun og veru bara verkefni fyrir þig sem þú þarft að leysa og þú færð 8 vikur til þess að leysa það heima. Skólinn er í 10 vikur (3 vikur helgarnámskeið) og fara flestir tímar skólans í að undirbúa ykkur fyrir verklegaprófið. Í síðasta tímanum er tímataka fyrir prófið ykkar - EKKI prófið sjálft. Afhverju tímatíaka? Vegna þess að við viljum sjá hvar þið eruð stödd hverju sinni. Eftir tímatökuna (síðasta tíma skólans) fari þið heim og æfið ykkur. Þið sendið okkur svo myndir af prófnöglunum sem þið eruð að gera heima og við gefum ykkur "feedback" - hvað má gera betur og ekki. Þannig í rauninni komi þið ekki í prófið fyrr en þið eruð tilbúnar.


Hver er munurinn á 5 vikna námskeiðinu og svo helgarnámskeiðinu?

- Munurinn er sá að helgarnámskeiðin eru kennd á 3 helgum - önnur hver helgi. Þá er í rauninni meiri keyrsla í náminu og fara yfir meira á skemmri tíma. Helgarnámskeiðin eru kennd svona: Föstudagur 17:00-21:00 Laugardagur 09:00-16:00 Sunnudagur 09:00-13:00 Frí helgi á milli Föstudagur 17:00-21:00 Laugardagur 09:00-16:00 Sunnudagur 09:00 - 13:00 Frí helgi á milli Föstudagur 17:00-21:00 Laugardagur 09:00-16:00 Sunnudagur 09:00-13:00 Tími til að æfa fyrir verklegt próf


5 viknanámskeiðin okkar virka þannig að þú mætir 2x í viku í 5 vikur frá kl 17:00-21:00 þriðjudaga & fimmtudaga


Það er farið yfir alveg sama námsefni og aðferðir eru eins á báðum námskeiðum.


Hvað er aldurstakmarkið? - Þær hafa miðað við 18 ára aldur. En hafa þó gert undanþágur Þið spyrjið afhverju 18 ára? Vegna þess að eins og ég útskýrði hér fyrir ofan þá tekur þetta mikinn tíma og er krefjandi nám. Við höfum gert undanþágur því einstaklingar eru að sjálfsögðu mismunandi og aðstæður eru ekki eins hjá öllum.


Þarf að borga skólann allan í einu? - Greiðsluleiðirnar sem Magnetic býður uppá eru nokkrar. Hægt er að greiða skólann með: Borgun - kortalán allt að 36 mán

PEI - kortalaust lán allt að 36 mán

Netgíró - kortalaust lán allt að 24 mán Verð skólans miðast við staðgreiðsluverð. Það þarf að vera búið að gera samning/eða greiða skólann áður vikuna áður en fyrsti tíminn hefst. Því fyrr því betra.


Hvað eru margir kennarar og hvað komast margir nemendur að?

- Það eru ávallt tveir kennarar á hverju námskeiði þegar það eru 12 nemendur eða fleiri. Það komast 16 nemendur að í hverja lotu hverju sinni.




Þetta eru svona algengustu spurningarnar sem þær fá um skólann.



Ef þú ert með einhverja spurningu varðandi skólann, námið eða hvað sem þér dettur í hug má alltaf spyrja, því það eru ekki til heimskulegar spurningar, bara heimskuleg svör.








Ykkar,



0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page