top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Mitt uppáhalds byggingargel


Góðan daginn og gleðilegt sumar. Algengasta spurningin sem ég fæ á mínum miðlum er hvaða gel mér finnst best. Þetta er mjög erfið spurning og mitt svar hentar ekki öllum. Ég heyri mjög oft að við séum með mikið úrval af gelum og það er vegna þess að það eru til svo mismunandi neglur. Gunna og Jón útí bæ geta ekki verið með sama gelið, vegna þess að Gunna er með mjög veikar og þunnar neglur en Jón er með mjög sterkar neglur.

Í báðum tilfellum er margt á boðstólnum. Nokkrar tegundir af gelum og misumandi litir á gelunum. Við erum yfirleitt með 4 liti í hverri geltegund - glært, glærbleikt, hvítt og felulitur sem er brúnbleikur en hann er alveg þekjandi.


Ég nota Standard Gel Pink alltaf í base (fyrstu umferð). Svo er mismunandi hvaða gel ég nota sem byggingu. Ástæðan fyrir því afhverju ég vel Standard Pink fram yfir önnur gel er vegna þess að það er svo góð viðloðun í þessu geli og því minni líkur á lofti. Það er einnig sveigjanlegt og því ekki "stökkt" (en samt hart og sterkt á sama tíma).


En auðvitað á ég mitt uppáhaldsgel þótt ég get ekki notað það á hvern sem er. Ég elska Fiber gelin og nota Extender litinn (felulitinn) og Pink (glærbleika) lang mest. Þessi gel eru með mikla seigju og henta mjög vel fyrir sterkar og harðar neglur. Þú kemst upp með að nota þynnra lag vegna þess að það er hart og því mjög sterkt. Það má auðvitað nota þetta gel á allar tegundir nagla en við mælum með öðrum gelum fyrir veikbyggðar neglur.

Það má nota þessi gel (glærbleika og glæra) sem bæði byggingu og base.


Building Base Cover er í uppáhaldi líka. Það er gel í glasi. Það er mjög þægilegt og fljótlegt í notkun. Ástæðan fyrir því af hverju ég vel Cover fram yfir Clear er vegna þess að mér finnst áferðin á Cover gelinu betri. Mér finnst þægilegra að pússa það til og móta það (ef þess þarf) og einnig að fá til baka í lagfæringu.

Building Base er bæði bygging og base.



Fiber Coat Pink & White er glænýtt efni hjá okkur sem við erum að prufa okkur áfram í. Ég hef notað það og það er mjög þægilegt. Fiber Coat er einnig gel í glasi. Munurinn á Building Base og Fiber Coat er sá að Fiber Coat er sterkara og því er hægt að komast upp með að setja þynnra lag t.d. Það er þykkara og því auðveldara að ráða við það. Það er eins og Building Base - bæði base og bygging. Mér finnst mjög þægilegt að bera það á og það fer nákvæmlega þangað sem ég set það. Það má lengja með því með forumum, setja það á toppa og auðvitað svo á eigin neglur.

Þessi 4 gel standa uppúr hjá mér og þau sem ég nota lang mest. En það eru allir með mismunandi smekk og mismunandi viðskiptamannahóp. Það ættu allir naglafræðingar að finna sitt drauma gel hjá okkur - það er nóg til fyrir alla.

Ef það eru einhverjar spurningar, þá má alltaf senda á mig.

Ég vona að þetta hafi hjálpað einhverjum í gelvandræðum.

Ykkar,



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page