top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Matarlitur & vatn



Mér finnst svo frábært hvað tengdamamma mín er dugleg í að finna uppá skemmtilegum leikjum og dundi fyrir stelpurnar mínar. Um daginn fékk eldri daman (4 ára 08.08.18) að sulla. Amma hennar setti vatn í nokkrar skálar og sýndi henni nokkra matarliti og hvernig þeir lituðu vatnið. Henni fannst æðislegt að leika sér að vatninu og gera eitthvað nýtt og spennandi. Þetta er mjög einfalt og skemmtilegt, það sem þarf er: Handklæði Skálar Skeiðar Vatn Matarlitur/ir


Það þarf ekki allt að kosta heilan handlegg til þess að skemmta því stundum er þetta nóg til þess að gleðja lítil hjörtu.  


Henni fannst þetta nú ekki leiðilegt 


Svo bættum við smá sápu í sumar skálar til þess að búa til smá vísindaleik. 

Litla dúllan var alsæl með þetta og náði í eitthvað af dóti og prufaði að setja það ofan í til þess að sjá hvort liturinn myndi smitast á dótið. Mjög einföld & ódýr skemmtun. 



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page