Ég elska vorið, þegar vorið lætur sjá sig er svo stutt í sumarið.
Eins og flestir hafa tekið eftir á ég mína uppáhalds "árstíðar" liti og nú þegar það er byrjað að birta til á morgnanna dreg ég fram mína uppáhalds vorliti.
Ombré er alltaf í uppáhaldi mér og auðvitað stimplar.
Þetta er rosalega fallegt, ombréið poppar upp lúkkið. Hér er Barbella Lilac, Mermaid Multi, Blackest Black í Ombré, LL Silver stimpill.
Stimplar eru alltaf flottir, allt árið. Það er hægt að útfæra stimplana á svo mismunandi hátt eins og sést á myndinni hér að ofan.
Hér er ég með Cutest Pink & LL Black stimpil. (ágúst 2016)
Glimmer, Pigment, Glimmer, Pigment, Glimmer, Pigment.
Þessar tvær vörur eru mínar uppáhalds, ég ELSKA glimmer og pigment.
Chrome er líka gullfallegt, sérstaklega með glimmeri.
Holo, holo,holo..... Guðdómlegt.
Rose Taupe & Mermaid Multi og Warm Grey með Matt Top Coat.
Ég brosi alltaf þegar ég hugsa um vorið, viðskiptavinirnir eru aðeins meira til í að gera eitthvað aðeins meira þegar sólin lætur sjá sig og ilmurinn af vorinu kemur til okkar.
Þegar ég fékk að gera þessar var ég búin að bera heitið naglafræðingur í mánuð(júní 2015). Mér fannst þetta rosalega flott á þeim tíma en veit að ég gæti gert 100x betra í dag, enda er það æfingin sem skiptir máli. En hér á þessari mynd setti ég Barbella Lilac & Blueberry Emotions , stimpla og steina.
Tryllt, tryllt, tryllt.... Ombré & stimplar á allar neglur. (ágúst 2016)
Það er svo klikkað að sjá breytinguna þegar ég skoða þessar myndir og sé hvar ég er í dag.
Ég mæli alltaf með að taka myndir af öllum nöglum sem þið gerið svo þið getið séð bætingar. Það þarf alls ekki að deila þeim á netið en mjög gott að eiga þær hjá sér.
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili,