Ég á tvær gullfallegar og yndislegar dætur, sú eldri verður 4 ára í ágúst og sú yngri 2 ára í mars. Mér finnst rosalega gaman að monta mig af þeim og segja fólki frá þessum demöntum sem ég á.
Oftar en ekki verður fólk hissa, að svona ung stelpa eigi tvö börn en það sem mér finnst sorglegast er að fólk er að spyrja með undrandi svip hvort ég eigi bæði börnin mín með sama manninum og fara svo í sjokk þegar ég segi já og segja svo "vel gert".
Vel gert hvað? Hvað kemur það ykkur við hvort ég eigi börnin mín með sama manninum? Væru börnin mín eitthvað verri ef þau ættu ekki sama pabbann? Væru þau ekki jafn mikilvæg? Eða jafn sæt? Eða væri ég eitthvað verri?
Ég er alls ekki að segja að konur sem eiga 2 börn með 2 mönnum eru verri en ég les það þannig þegar fólk spyr að þessari spurningu.
Hvað ef ég hefði sagt nei, þær eiga reyndar ekki sama pabba.
Hefði það ekki verið eins mikið sjokk? Eða hvað er fólk að leitast eftir?
Afhverju er verið að spyrja að þessari spurningu?
Svo finnst mér alveg brilliant þegar fólk segir svo: Og eru þið ennþá saman?
Eflaust eru þetta bara forvitnilegar spurningar og allt það en mér finnst þetta svo eitthvað á gráu svæði. Og ég veit að það eru margar mæður sem eru sammála mér.
Vöndum okkur í samræðum og hugsum áður en við tölum.
Við fjölskyldan og maðurinn sem á bæði börnin.....
Ykkar,