top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Tengdaforeldrar


Ég er oft spurð hvernig sambandið mitt er við tengdaforeldrana mína, þar sem við erum mjög náin. Og sértaklega við tengamömmu.

Þegar ég og Unnar byrjuðum saman (fyrir tæpum 5 árum) flutti ég inn til hans og á þessum tíma bjó hann hjá foreldrum sínum.

Við urðum strax mjög miklir vinir og þau tóku mér mjög vel.

Þau tóku ekki í mál að ég yrði feimin eða falin inn í herbergi, þau vildu kynnast mér og vildu að ég myndi kynnast þeim.

Tengdaforeldrarnir mínir eru ekkert venjulegt fólk, þau eru mjög góð og vilja öllum vel. Það eru allir velkomnir í þeirra fjölskyldu, hvort sem þú ert manneskja, dýr eða... hlutur??

Í nóvember 2013 varð ég svo ólétt af Eyju okkar. Þegar það var einn mánuður eftir af meðgöngunni, fluttum við út í okkar eigið húsnæði.

Í mars 2015 byrjaði ég í Magnetic Naglaskólanum og útskrifaðist í maí 2015 með Diploma í naglafræði. Það fyndna við það var að tengdamamma mín kenndi mér enda á hún skólann ásamt öðrum eiganda.

Haustið 2015 fluttum við svo upp í Hafnarfjörð og þá áttum við von á Þóru Dís okkar - þegar hún kom í heiminn, í mars 2016, byrjaði Eyja Dís á leikskóla.

Í apríl 2017 byrja ég svo að vinna á stofunni og í ágúst sama ár flytjum við enn einu sinni en í þetta skiptið héldum við okkur í sama bæjarfélagi bara nær Reykjavík og Magnetic.

Þá var tengdamamma mín ekki bara tengdamamma mín (og amma barnanna minna) heldur líka yfirmaðurinn minn.

Hvernig virkar það?

Það er búið að ganga ótrúlega vel hingað til en auðvitað erum við ekkert alltaf sammála en annað væri ótrúlegt.

Það sem er svo gott við tengdamömmu mína er að hún er bæði góð sem hún sjálf, yfirmaður, vinkona og síðast en ekki síst amma.

Það er alltaf hægt að tala við hana, spyrja hana um ráðleggingar og treysta á hana.

Núna í janúar 2018 ákváðum við að flytja til þeirra til þess að safna okkur fyrir íbúð.

Nú er tengdamamma mín orðin tengdamamma, yfirmaður, vinkona, amma og sambýliskona.

HVERNIG GENGUR ÞAÐ?????

Það gengur eins og í sögu, ég held að það myndi enginn trúa mér ef ég segði hversu vel það gengur. Við reynum eins vel og hægt er að passa að öllum líði vel og ræða málin ef það kemur eitthvað uppá.

Tengdapabbi minnir mig svo oft á Þóru mína - alltaf á iði og getur aldrei verið kyrr.

Hann þarf alltaf að vera að brasa eitthvað, ef hann fær einhverja hugmynd verður hann að framkvæma hana strax.

Um þar síðustu helgi þurfti hann allt í einu að drýfa sig í Byko til þess að kaupa efni í kofa fyrir afastelpurnar sínar. Og nú er kofi úti í garði.

Þau eru bæði rosalega góð og falleg, bæði að innan og að utan.

Það eru ekki allir jafn heppnir og ég.


Spánarferðin okkar 2015

Við erum búin að fara tvisvar til Spánar saman, hér eru þau í fyrstu ferðinni okkar saman.


Fallega tengdamamma mín.


Hér erum við öll saman komin á þeim tíma - nú eru 3 meðlimir búnir að bætast við. Þóra Dís okkar, Elmar kærasti Láru og Lísa kærasta Alberts.


Tengdaforeldrarnir mínir á 50 ára afmæli tengdapabba.


Við tengdamamma á Spáni 2016 - við heyrum mjög oft að við séum rosalega líkar, ég ætla ekki að neita því hehe.

Takk fyrir öll fimm árin okkar saman og ég hlakka til að eyða lífinu með ykkur.

Takk fyrir fæða og ala upp fallegasta strák alheimsins og gera hann að svona góðum manni, pabba og vini.

Takk fyrir að vera svona hrikalega góð í ömmu og afa hlutverkinu og vera svona góð við börnin mín.

Ykkar,



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page