Góðan daginn og gleðilegt nýtt ár elsku lesendur.
Ég er búin að fá rosalega mörg skilaboð frá ykkur á snapchat um hvað ykkur langar til þess að sjá í næstu færslu.
(Ég elska að fá skilaboð frá ykkur)
Mig langar svolítið að segja ykkur frá stimplum, þið eruð flestar búnar að spyrja um það.
Ég setti inn á snappið fyrir 2-3 mánuðum síðan myndband af því hvernig best sé að stimpla. En ég skal setja allt um stimplana hér inn.
Það sem þú þarft:
Stimpill
Skafa
Stimpilplata (mynstur)
NXT naglalakk
Acetone
Fatarúlla
+
Matarsóda
Edik
(djók)
Stimpillinn og skafan koma saman í pakka á 1.490.- m/vsk
Það er mjög mikilvægt að byrja á því að þurrka klístur af nöglinni með Prep&Wipe, ef það er ekki gert þá gerist ekkert þegar þú stimplar á nöglina.
Þegar búið er að fjarlægja klístur af þeim nöglum sem mynstrið á að fara á og búið er að ákveða mynstur er mjög gott að setja pappír/bréf eða eitthvað undir plötuna til þess að verja borðið.
Ef platan er ný og hefur aldrei verið notuð áður, þá er mjög gott að fjarlægja filmuna af plötunni svo hægt sé að ná upp mynstrinu á stimpilinn.
Öll NXT naglalökkin okkar eru hraðþornandi og því er mjög gott ráð að vera búin að velja stað þar sem mynstrið á að vera svo lakkið þorni ekki á meðan þú ert að ákveða það.
Acetone er mjög gott að hafa til hliðar, til þess að þurrka stimpilpötuna. Acetone'ið má alls ekki snerta stimpilinn, ef hann er þurrkaður með acetone'i þurrkast gúmmíið upp og klísturið fer af stimplinum. Klísturið þarf að vera á stimplinum ef hann á að virka sem best.
En til þess að þrífa stimpilinn er notuð fatarúlla, límið á rúllunni tekur naglalakkið af stimplinum.
Ég ætla að sýna ykkur nokkrar myndir og videó hér fyrir neðan.
Það eru til alveg rosalega mörg mynstur og því stundum erfitt að velja, en eins og í öllu öðru þá á ég mína uppáhalds stimplaplötur, ótrúlegt en satt.
Baroque & Floral plöturnar koma tvær saman í pakka, fyrrnefnda platan er mín uppáhalds.
Baroque platan er vinstra megin.
Hér er sýnt hvernig er hægt að gera, með báðum plötunum fyrir ofan
Þessi plata, Mandala, er bilaðslega falleg og mjög vinsæl.
Þetta eru neglur eftir Hjördísi sem hún gerði á mig 2016
Þessar eru eftir mig
Þessar eru eftir mig
Hér eru nokkur video sem ég ætla að sýna ykkur:
Hér fyrir neðan er video sem sýnir chome í stimpla:
Það er hægt að gera svo mikið að fallegu með stimplum, það er bara að nota hugmyndarflugið.
Nota steina, handmála með stimplum og fleira.
Hér eru stimplar notaðir með í french
Vona að þetta hjálpi ykkur eitthvað, en ef það vakna upp spurningar þá má endilega senda mér skilaboð.
Hef þetta ekki lengra í bili,