Ég hef mjög oft fengið viðskiptavin til mín í neglur og hann vill láta fjarlægja gerviefnin af nöglunum.
Af hverju?
Nú af því að hann vill leyfa nöglunum að anda og jafna sig eftir gerviefnin.
Alltaf finnst mér þetta jafn fyndið.
Af hverju?
Jú af því að neglurnar eru gerðar þannig að þær fá súrefni í gegnum blóðrásina sem er undir naglplötunni, þannig þær anda mjög vel hvort sem það er plástur, naglalakk, gel, acryll eða ekki neitt á naglplötunni.
Einn viðskiptavinur kom til mín og spurði mig hversu mikla mjólk hann þyrfti að drekka til þess að hvítu kalkblettirnir í nöglunum myndu hverfa.
Ég sagði enga.
Af hverju?
Af því að þessi hvíti "kalkblettur" er ekki kalkblettur. Það er þjóðsaga. Hvíti bletturinn í nöglinni er mar.
Hver hefur ekki fengið spurninguna: -Ertu með gel eða acryl?
Í mínu tilfelli: -Bæði
-Ég væri til í að fá gel af því að acryllinn fer svo illa með neglurnar.
Þetta eru mjög algeng svör sem við naglafræðingar fáum.
Hjá okkur í Magnetic er ekkert gerviefni sem fer illa með naglurnar, það er auðvitað undirvinnan sem skiptir mjög miklu máli.
Ég vil fá gel af því að ég vil fá þunnar neglur.
Þykktin á nöglunum kemur efnunum ekkert við.
Við naglafræðingarnir erum öll "týpur"
Ripp gerir þunnar neglur
Rapp gerir þykkar neglur
Það er mjög erfitt fyrir ykkur sem viðskiptavini að sannfæra okkur naglafræðingana að neglurnar sem við gerðum á þig í síðustu viku duttu bara allar af, við sjáum það á náttúrulegu nöglunum hvort þær duttu af jú eða hvort þú nagaðir/reifst þær af.
Við naglafræðingar sjáum hvort þú þurfir að drekka meira vatn með því að horfa á neglurnar þínar.
Hvað duga svona neglur lengi?
- Það þarf að koma á 3-6 vikna fresti í lagfæringu.
Já, detta þær af þá s.s eftir 3-6 vikur?
Nei, neglurnar eiga ekki að detta af þér.
Þær vaxa fram og svo þarf að stytta og fylla uppí. Það er gert í lagfæringu.
Stundum lendum við í því að neglur (geviefnin) taki í sig lit og verði gul/brúnar á lit t.d eftir sólarlandsferðir, ef viðkomandi hefur fengið sér nýjar gallabuxur eða rúmföt.
Efni sem eru ekki litekta smita litinn út frá sér og liturinn sest í neglurnar.
En svo eru til glansar eins og t.d krukku glansinn okkar sem tekur ekki í sig lit og er því skotheldur.
Það er mjög algengt að það komi tímabil hjá naglafræðingum þar sem margir viðskiptavinir koma með brotna/r nögl/neglur (sem eru ekki vanir að brjóta) þegar það kólnar og frystir úti.
Það er ekkert eitt gel sem hentar á alla, þess vegna eigum við svona margar tegundir af gelum, stíf, sveigjanleg, hörð og mjúk gel.
Stundum hentar ekkert gel á viðkomandi og þarf naglafræðingurinn að finna út hvað hentar hverjum og einum.
Það getur verið snúið og krefjandi en oftast hittum við beint í mark.
Ef ég ætti að telja allt upp sem ég er búin að lenda í á þessum (næstum) 3 árum, myndi þessi færsla vera mjöööög löng.
Þangað til næst,