top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Ekta nude neglur


Það er svo merkilegt hvernig við sjáum liti en við sjáum þá öll á mismunandi hátt.

Mér finnst mikill munur á nude og nude, en sumir sjá engan mun.

Við eigum marga nude liti en þessi ekta nude litur sem er í uppáhaldi hjá mér er Gelpolish Nailplate Extender. Hann er æðislegur, bæði fancy og casual.


Þetta er minn uppáhalds nude litur.

Auðvitað er hægt að "poppa" hann upp með mismunandi glönsum, steinum, stimplum og glimmerum.

Það sem mér finnst fallegast með Extendernum okkar er:

Rosegold Glitterspray

er gjörsamlega tryllt glimmer. Það kemur í pumpu, sem er hrikalega þægilegt í notkun. Það er hægt að gera svo margt með þessi glimmeri, heillita, ombre og fleira.


Diamond Dust

er glans, klísturfrír glans, hann kemur í glasi með hrikalega góðum pensli sem er hægt að ná vel boganum við naglaböndin. Hann nota ég við öll tilefni enda alltaf fallegur. Hann passar við allt og kemur alltaf vel út. Ég nota hann bæði yfir ljósa og dökka liti, á nokkrar, eina eða allar neglurnar.


Pink Iris Glitter

er aðeins grófara en Diamond Dust en fínna heldur en Rosegoldið. Þetta glimmer kemur í krukku og má nota í hvað sem er. Því er hægt að dúmpa eða nudda, en hér á þessari mynd fyrir neðan nuddaði ég því í klísturið á litnum (Extender).


En sem betur fer erum við öll með mismunandi smekk og getum ekki alltaf verið sammála. En það er líka ástæðan fyrir því afhverju það er svona hrikalega mikið til. Það eru endalausir möguleikar, eina sem þú þarft er hugmyndarflug.

Þangað til næst,



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page