top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Gelpolish


Hvað er gelpolish?

Gelpolish eru lökk, gellökk.

Þau koma í fallegum glösum með pensli.

Þau eru þunn og þurfa styttri tíma í ljósinu.

Þegar við vinnum með gellitina notum við LED ljósið á lampanum okkar, fyrir ljósa liti í 10 sek og fyrir dökka liti í 30 sek.

Gelliti vinnur þú eins og naglalakk nema að naglalakkið þornar hratt á meðan gellitir þurfa að "þorna" í ljósi, þannig þú hefur lengri tíma til þess að pensla litnum á nöglina.

Litirnir eru samt mjög mismunandi og geta sumir verið þynnri og aðrir þykkari. Mér finnst alltaf best að setja tvær umferðar af lit, fyrsta mjög þunn og til þess að fá bogann hreinann og svo umferð tvö til þess að liturinn verði jafn og fallegur, hvort sem hann er þunnur, þykkur, ljós eða dökkur.


Það sem er svo þægilegt við gellökkin okkar, er að það er hægt að leysa þau upp með acetone alveg eins og gelpolish Base & Top Coat, sem er bæði gel og glans.


Hér er mynd af gelpolish Base & Top Coat og eins og sést á myndinni er hann bæði fyrir UV ljós og LED ljós. Ef hann er notaður í grunngel er hann hertur í 10 sek í LED en ef hann er notaður í glans er hann hertur í 30 sek í LED. Ég nota hann bara í LED vegna þess að það tekur styttri tíma.

Þessi efni eru mjög mjúk og því er mjög auðvelt að pússa þau af.

Efnið sem ég nota ALLTAF áður en ég set litinn, til þess að fá hreinni boga, er Gelpolish Bond.

Þetta efni á að vera til hjá öllum naglafræðingum.

Gelpolish Bond er æðislegt efni og virkar eins og teppalím eða doubletape. Ef ég ætti að lýsa þessu eins vel og ég get, þá er Bond eiginlega bara klístur sem við penslum á nöglina til þess að fá meiri viðloðun, bæði viðloðun við gelið og litinn.

Hann þarf ekki að fara inn í ljós.


Gelpolish Bond kostar 2.190.- m/vsk.

Base & Top kostar 4.990.- m/vsk.

Gelpolish litir kosta 2.990.- m/vsk.

Þið sem eruð naglafræðingar getið nálgast efnin okkar hjá okkur á Reykjavíkurvegi 66 í Hafnarfirði.

Bless í bili.



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page