top of page
Writer's pictureAníta Arndal

Twin Light


Af hverju Twin Light? Hvað er Twin Light?

Twin Light er naglalampi, sem er bæði UV og LED. Hann er nettur, fallegur, öflugur og á sanngjörnu verði.


Þessi elska er með nokkrar stillingar, eða 3 í hvoru ljósi. Í LED ljósinu (sem er fyrir ofan) er 30 sek, 10 sek og Auto takki. Í UV ljósinu er 1,5 mín, 2,5 mín og Auto takki. Í lampanum er skynjari sem fer i gang þegar kveikt er á Auto stillingunni.

Það sem er svo mikil snilld við þennan lampa er, að það þarf aldrei að skipta um perur í honum. Þessar perur sem eru í lampanum virka bara í X langan tíma eða í allt að 33.000 vinnu klukkustundir.

LED: Í þessu ljósi virka litirnir okkar best, þ.e.a.s. Gelpolish.

Ljósir litir þurfa einungis 10 sekúndur í þessum lampa til þess að harðna og dökkir litir bara 30 sekúndur.

UV: Í þessu ljósi virka gelin og glansarnir okkar best.

En það sem þessi lampi er svo öflugur harðna gelin okkar (byggingin) á 1,5 mín.

Það eru margir sem ruglast á UV ljósinu í lampanum og á ljósabekkjum. Það er allt annað. Það eru til 3 UV geislar - A, B og C, ég skal segja ykkur muninn:

UV geisli A: Þessi geisli er í ljósabekkjum og er mjög hættulegur.

UV geisli B: Þessi geisli er í sólinni og getur verið hættulegur ef það er ekki borið á sig sólarvörn.

UV geisli C: Þessi geisli er notaður í naglalömpum og veldur engann skaða en er þó ekki ráðlagt að viðskiptavinur horfi inn í lampann á meðan það er kveikt á honum.

Bæði UV-A og UV-B geislar eyðileggja A-vítamínið í líkamanum sem getur valdið skaða.


  • Það er hægt að taka botninn úr, ef þú ert að vinna með gervihendurnar, tær eða ef þú vilt skipta um botn.

  • Það er auðvelt að ferðast með hann.

  • Það er snertiskjár.

  • Inn í lampanum er skynjari, þannig ef þú stillir á Auto fer skynjarinn í gang og um leið og þú ferð út með hendina slökknar sjálfkrafa á lampanum. Eins þegar þú ferð inn í lampann kveiknar sjálfkrafa á honum ef stillt er á Auto.

Algengar spurningar og svör.

Hvað kostar hann? Hann kostar 42.000.- m/vsk.

Er hægt að skipta greiðslunum? Já, það er hægt. Hjá Borgun, Pei og Netgíró.

Hvað er hann að endast lengi? Þetta er mjög góð spurning. Hann endist í 33.000 vinnu klukkustundir. Þegar við vorum að vinna með hina lampana sem þurfa perur eins og til dæmis frá Phillips vorum við að kaupa okkur 2 Twin Light lampa á ári í perum miðað við að það þurfi að skipta um allar perur á 6 mánaðar fresti.

Er einhver ábyrgð á honum? Já, auðvitað er 2ja ára ábyrgð á öllum rafmagnstækjunum okkur, enda er það í lögum á Íslandi.


Hér er hægt að sjá hvernig perurnar eru í Twin Light lömpunum.

En ef þið eruð með einhverjar spurningar, má endilega hafa samband við okkur HÉR.



0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page